Fimmtudagur 12. desember, 2024
4.8 C
Reykjavik

Valur í Buttercup slær í gegn á Facebook

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Hljómsveitin Buttercup. Valur Heiðar er t.v. á myndinni.

Valur Heiðar Sævarsson tón­list­armaður með meiru, sem oft­ast er kennd­ur við hljóm­sveit­ina Buttercup, hefur verið lítið áberandi eftir að hljómsveitin hætti árið 2006.
Valur Heiðar hefur þó haft í ýmsu að snúast síðan. Nú rekur hann, ásamt konu sinni Hrafnhildi Ragnarsdóttur, fyrirtækið Your Friend In Reykjavík.
Fyrirtækið sérhæfir sig í göngutúrum um Reykjavík fyrir ferðamenn, en það býður meðal annars upp á göngu fyrir matarelskendur, pöbbarölt og víkingagöngu.

Your Friend In Reykjavík er þó ekki eina barn þeirra Vals og Hrafnhildar, því saman eiga þau einnig synina Óðin og Trausta Tý. Þeir bræður gegna sínu hlutverki innan fyrirtækisins, en samkvæmt heimasíðu þess veita þeir innblástur með því að vera krúttlegir.
Þar kemur einnig fram að Valur sjái um göngutúrana og Hrafnhildur um að reka skrifstofuna og syni þeirra. 

Sökum kórónuveirufaraldursins hefur lítið verið að gera hjá fyrirtækinu líkt og öðrum í ferðaþjónustunni. Valur Heiðar hefur þó haldið áfram að leiða ferðamenn um borgina og víðar, með því streyma myndböndum í beinni á Facebook síðu fyrirtækisins. Hefur Valur meðal annars tekið fólk með í hjóltúra, göngutúra um til dæmis Elliðaárdal og Húsafell, heimsókn Draugasetrið á Stokkseyri, bíltúr um Vestmannaeyjar heimabæ sinn, bjórsmökkun og fleira og fleira.

Augljóst er að ekki vantar hugmyndaflugið og hefur streymið vakið mikla athygli og lof meðal útlendinga. Bæði færslur og streymi eru hreinskilnar og persónulegar, sem fólk kann virkilega vel að meta. Margir hafa haft orð á því hve þakklátt það er fyrir streymið á þessum skrítnu tímum sem hafa verið um allan heim sökum COVID-19 og virðist aldrei missa af því þegar Valur kveikir á upptökutækinu.

Nú bíður fjölskyldunnar þó nýtt ævintýri, því í lok sumars flytjast þau búferlum til Englands, þar sem Hrafnhildur mun hefja doktorsnám í Háskólanum í Warwick.
Það verður spennandi að sjá hvað Valur mun taka sér fyrir hendur þar, en segist hann að minnsta kosti ætla reyna að halda streyminu áfram.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -