Sunnudagur 23. febrúar, 2025
5.8 C
Reykjavik

Valur um Pútín: „Í hans huga hefur alltaf verið möguleiki á að vestrið hrynji líkt og austrið“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Rithöfundurinn Valur Gunnarsson tjáir sig um stöðuna í Rússlandi; segir að það sé „endalaust hægt að fabúlera um öryggishagsmuni og auðlindir en eina leiðin til að reyna að skilja Pútín er að reyna að skilja Pútín.“

Valur Gunnarsson
Mynd: Rúv-skjáskot

Segir:

„Sem ungur maður dreymdi hann um að ganga í KGB og var hann þar settur í minniháttar embætti í Austur-Þýskalandi. Þannig hefði lífshlaup hans spilast út ef hið óhugsandi hefði ekki gerst, að allt kerfið sem hann vann fyrir hrundi. Rússland var í molum en hann vann sig upp með ýmsum leiðum og varð loks forseti landsins.

Olíuverð hækkaði, hann kom böndum yfir olígarkana sem þó fengu að halda sínu, kjör almennings bötnuðu nokkuð og Rússland gat aftur látið til sín taka.

Eftir átta ára stjórnarsetu hefði hann mátt sáttur við una en Pútín var ekki búinn enn.

Árið 2012 sneri hann aftur í forsetaembætti þrátt fyrir mikil mótmæli og með nýja stefnuskrá.

- Auglýsing -

Hann var verndari Rússlands gegn hinu úrkynjaða vestri.

Í hans huga hefur alltaf verið möguleiki á að vestrið hrynji líkt og austrið gerði.

Besta leiðin til að gera fólk leiðitamt er að láta það missa trú á allt, líkt og gerðist í Rússlandi, og menn Pútíns eru duglegir að breiða þann boðskap út á Vesturlöndum líka.

- Auglýsing -

Þegar hann svo sá háðulega útreið Bandaríkjanna í Afganistan ákvað hann að tíminn væri kominn. Rússlandi skyldi stækkað, Úkraína yfirtekinn.

Þetta gekk illa í fyrstu en nú er árangurinn orðinn eins og best væri á kosið. NATO er að bresta og Úkraína öll innan seilingar.

Varla mun hann sætta sig við minna en að fá allt landið afhent, beint eða óbeint, en mun það duga til?

Pútin er maður sérstaklega útvalinn af forsjóninni til að reisa stór-Rússland við. Ef tekst að leysa Úkraínuvandann, að hans mati, hlýtur hann að velta því fyrir sér hvað næst. Hann er jú búinn að bíða eftir einmitt þessu tækifæri alla ævi.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -