Föstudagur 3. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Vandaðar bækur fyrir vandláta lesendur

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Áhugaverðar bækur af ýmsu tagi er að finna í jólabókaflóðinu í ár. Þetta eru nokkrar þeirra.

Stærsta perla jólabókaflóðsins

Jón Baldur Hlíðberg gerir teikningarnar í bókinni.

Enginn vafi er á því að bókin Flóra Íslands er stórvirki í útgáfu hér á landi. Hér eru teknar saman helstu blómplöntur og byrkningar í íslenskri náttúru. Þessi bók er ítarlegri en þær handbækur sem áður hafa komið út um jurtirnar og sannkallað listaverk.

Hörður Kristinsson og Þóra Ellen Þórhallsdóttir eru höfundar textans. Þau rekja þróunarsögu flóru landsins, lífsferla plantna, greiningaraðferðir og setja upp lykla að réttri greiningu. Jón Baldur Hlíðberg hefur gert einstaklega heillandi myndir af öllum jurtunum í bókinni. Þær eru svo lifandi og nákvæmar en Jón Baldur hefur einnig teiknað plöntuhluta fólki til aðstoðar við plöntugreininguna og frekari fróðleiks. Hann sagði frá því í útgáfuhófi bókarinnar að hann hafi lagt mikið upp úr því að finna eintak af hverri einustu jurt og teikna eftir þeim. Stundum þurfti fleiri en eitt og vinna hratt meðan eintökin héldu enn lífi og lit. Það kostaði mörg ferðalög og leit eftir sjaldgæfum tegundum. Þessi perla er mikill fengur fyrir alla þá sem hafa áhuga á íslenskum jurtum en heilmikið er í bókinni að finna um jurtanytjar líka. Vaka Helgafell gefur út.

Næstum óþægilega hreinskilin

Höfundur er Ásdís Halla Bragadóttir.

Hornauga er sjálfstætt framhald af Tvísaga eftir Ásdísi Höllu Bragadóttur. Hér rekur hún hvernig það er kynnast helmingi gena sinna fyrst á fullorðinsaldri og hvernig raða má púslunum saman svo úr verði heilstæð mynd. Ásdís Halla sýnir mikið hugrekki með því að skrifa af svo blygðunarlausri hreinskilni um upplifanir sínar. Hún er sömuleiðis ótrúlega dugleg að afla sér upplýsinga og vinna úr þeim. Auðvitað er hluti bókarinnar hennar túlkun á tilfinningum og upplifunum forfeðra sinna en hún skrifar af miklu næmi og færni. Þetta er umhugsunarverð og góð bók. Veröld gefur út.

Mögnuð persónusköpun og spenna

- Auglýsing -
Arnaldur Indriðason er snillingur í persónusköpun.

Í nýjustu bók sinni Stúlkan hjá brúnni er Arnaldur Indriðason í sínu allra besta formi. Hann er snillingur í að skapa andrúmsloft, endurspegla mismunandi tíðaranda og skapa trúverðugar og áhugaverðar persónur. Allt þetta er til staðar í þessari bók. Fyrrverandi lögreglumaðurinn Konráð er beðinn að hafa uppi á ungum fíkniefnaneytanda en á sama tíma er athygli hans vakin á máli tólf ára stúlku sem drukknaði í Tjörninni. Hann er enn þá upptekinn af örlögum föður síns og er í sambandi við Eygló, dóttur Engilberts miðils. Allir þessir þræðir fléttast síðan saman og úr verður einstaklega flott gáta. Vaka Helgafell gefur út.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -