Fimmtudagur 2. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Vandamálið með Valitor

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Arion banki á greiðslumiðlunarfyrirtækið Valitor í gegnum dótturfélag og ætlar sér að selja Valitor á árinu 2019. Til þess hefur bankinn ráðið alþjóð­lega bank­ann Citi til að veita sölu­ráð­gjöf.

Í fjár­festa­kynn­ingu bank­ans vegna árs­reikn­ings hans kemur fram að Valitor sé nú flokkað „sem starf­semi til sölu frá og með fjórða árs­fjórð­ung­i.“ Þar segir enn fremur að fyr­ir­hugað sölu­ferli Valitor sé komið á næsta stig og stefnt sé að því að mark­aðs­setn­ing hefj­ist á fyrsta árs­fjórð­ungi 2019. Það þýðir fyrir mars­lok.

Vandamálið er að Valitor lítur að mörgu leyti ekkert sérstaklega vel út um þessar mundir. Valitor Holding, dótturfélag Arion banka sem heldur á eignarhaldinu, tap­aði 1,9 millj­arði króna í fyrra. Félagið hafði skilað um 940 milljón króna hagn­aði ári áður. Í árs­reikn­ingi Arion banka kom fram að tapið sé vegna fjár­fest­ingar í alþjóð­legri starf­semi Valitors og að það hafi haft tölu­verð áhrif á lak­ari afkomu sam­stæðu Arion banka. „Valitor er í mik­illi upp­bygg­ingu erlendis og hefur í þeim fasa verið rekið með rekstr­ar­tapi,“ segir í árs­reikn­ingn­um. Í þeirri upp­bygg­ingu hefur meðal ann­ars falist að ná í stóra við­skipta­vini á Írlandi og í Bret­landi.

Það er þó fleira sem tel­ur. Einn stærsti við­skipta­vinur Valitor, Stripe, hætti færsluhirðingarviðskiptum sínum við Valitor um mitt ár 2018, líkt og Kjarn­inn greindi frá í mars í fyrra að stæði til. Þessi ákvörðun Stripe leiddi til þess að velta fyr­ir­tæk­is­ins flutt­ist frá Valitor sem „hafði tals­verð áhrif á vöxt tekna og við­skipta Valitor á árin­u.“

Til viðbótar var greint frá því í vikunni að héraðsdómur Reykjavíkur hafi gert Valitor að greiða Datacell og Sunshine Press Productions (SPP) 1,2 millj­arða króna í skaða­bætur fyrir að slíta samn­ingi um greiðslu­gátt fyr­ir­vara­laust. Fjöl­mið­ill­inn Wikileaks tók við styrkjum fyrir starf­semi sína í gegnum greiðslu­gátt sem Datacell og Sunshine Press Production (SPP) ráku. Greiðslu­gáttin var opnuð 7. júlí 2011 en degi síðar sleit Valitor samn­ingnum fyr­ir­vara­laust.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -