Föstudagur 22. nóvember, 2024
-3.7 C
Reykjavik

Vandar Trump ekki kveðjurnar í nýrri bók

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Michelle Obama, fyrrverandi forsetafrú, er ekki aðdáandi núverandi forseta Bandaríkjanna. Hún er óhrædd við að viðurkenna það.

Michelle Obama, fyrrverandi forsetafrú Bandaríkjanna, vandar Donald Trump Bandaríkjaforseta, ekki kveðjurnar í nýrri bók sinni, Becoming. Í bókinni lýsir hún því meðal annars hvernig hún „hætti að reyna að brosa“ í kringum Trump á opinberum viðburðum á einhverjum tímapunkti, svo illa líkar henni við hann.

Bók Michelle Obama hefur vakið mikla athygli.

Í bókinni segir hún einnig frá því að hún hafi aldrei fyrirgefið Trump vegna ummæla sem hann lét falla árið 2011, þegar Obama var forseti. Þá greindi Trump frá því í viðtali við þáttinn Fox and Friends, að hann efaðist um að Obama væri fæddur í Bandaríkjunum og ætti því ekki að vera forseti. Þá sagðist hann vera undrandi á því að Obama gæti ekki sannað að hann væri fæddur í Bandaríkjunum með því að sýna fram á það með fæðingarskírteini.

Michella segist aldrei ætla að fyrirgefa Trump þessi ummæli. Frá þessu er greint á vef Business Insider.

Þess má geta að sjónvarpskonan og lestrarhesturinn Oprah Winfrey er búin að lesa bók Michelle tvisvar og gefur henni hæstu einkunn.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -