Fimmtudagur 26. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Vandi SÁÁ: „Það er barist um lækna og hjúkrunarfræðinga og áfengis- og vímuefnaráðgjafa“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Komið er á daginn að sumarlokanir hjá SÁÁ séu óhjákvæmilegar vegna sumarleyfa starfsfólks sem og eldri samninga við Sjúkratryggingar Íslands, en þetta kemur fram á RÚV.

Nýjum samningi er ætlað að færa rekstur meðferðarinnar í breytt og betra form.

Sérhæfð þjónusta eins og sú sem SÁÁ sinnir verður ekki fullmönnum yfir sumarið að sögn formanns samtakanna; nýr samningur er nú í vinnslu við Sjúkratryggingar Íslands og eru vonir bundnar við að hann muni breyta miklu; til dæmis bæta fjárhag samtakanna.

Ljóst er að göngudeild SÁÁ og meðferðarstöðin Vík munu loka í sex vikur í sumar; einstaklingum stendur til boða að dvelja lengur á sjúkrahúsinu Vogi útaf þessu, og hafa aðgang að ráðgjöfum stofnunarinnar eftir dvölina þar; þar til framhaldsmeðferð opnar á nýjan leik.

Vík.

Formaður SÁÁ, Anna Hildur Guðmundsdóttir, segir það allt annað en auðvelt að fá afleysingafólk:

- Auglýsing -

„Þannig að þetta er mjög sérhæft starfsfólk til þess að leysa af og þess vegna forgangsröðum við þannig að við höldum spítalanum Vogi opnum og keyrum hann áfram allt árið en eins og allir aðrir heilbrigðisgeirar, það er bara barist um lækna og hjúkrunarfræðinga og áfengis- og vímuefnaráðgjafa þannig að við erum í samkeppni líka um starfsfólk. Við störfum líka undir mjög ströngum heilbrigðislögum. Það er ekki bara hver sem er sem má leysa af.“

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -