Fimmtudagur 21. nóvember, 2024
-6.8 C
Reykjavik

Vandræðalegasta augnablikið? „Að koma til dyra sem unglingur með sprellann óvænt úti“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sverrir Bergmann söng sig inn í hug og hjörtu landsmanna í Söngvakeppni framhaldsskólanna, þegar hann sigraði keppnina svo eftirminnilega með laginu Án þín árið 2000. Síðan hefur hann átt fastan samastað í hjörtum landans, enda með algjörlega einstaka rödd.
Mannlíf komst að því að Sverrir er margmiðlunarfræðingur, mikill aðdáandi heilalausra þátta og finnst leiðinlegt að hafa áhyggjur af hlutum sem í raun skipta ekki máli.

Sverrir Bergmann. Mynd/ Óskar Þormarsson

Fjölskylduhagir? Í sambandi með yndislegri konu sem ég á tvær stelpur með.

Menntun/atvinna? Margmiðlunarfræðingur og BS í viðskiptafræði.
Starfa sem stærðfræðikennari og söngvari.

Uppáhalds sjónvarpsefni? Ég er mikill aðdáandi heilalausra þátta. Allt sem færi mig til að hlæja og slaka á er æðislegt.  

Leikari? Einhverra hluta vegna er ég mikil Paul Giamatti maður.

Rithöfundur? Ég er ekki mikill bókamaður, en JRR Tolkien fær mitt atkvæði.

- Auglýsing -

Bók eða bíó? Bíó allan daginn!

Besti matur? Rjúpa á jólunum er það besta sem ég fæ.

Kók eða Pepsí? Coke Zero 🙂

- Auglýsing -

Fallegasti staðurinn? Skagafjörður.

Hvað er skemmtilegt? Leika sér og njóta lífsins.

Hvað er leiðinlegt? Hafa áhyggjur af hlutum sem í raun skipta ekki máli.

Hvaða flokkur? HLH.

Hvaða skemmtistaður? Vagninn – Flateyri.

Kostir? Eflaust einhverjir.

Lestir? Alveg nóg.

Hver er fyndinn? Þori ekki að gera upp á milli þessara grínara sem ég kalla vini.

Hver er leiðinlegur? Geri honum það ekki til geðs að nefna hann hér.

Trúir þú á drauga? Ekki þessa hefðbundnu allavega.

Stærsta augnablikið? Fæðingar dætra minna.

Mestu vonbrigðin? Hvítlauksbrauð með pepperoni og allt of miklu brauðstangakryddi.

Hver er draumurinn? Að verða besti stærðfræðikennari á landinu!

Mesta afrek sem þú hefur unnið á þessu ári? Seinni dóttir mín 🙂

Ertu búin að ná öllum þínum markmiðum? Nei gerist það nokkurn tíman? Maður setur sér alltaf ný.

Manstu eftir einhverjum brandara? Hvað sagði núllið við áttuna? Flott belti! ( 0 – 8 )

Vandræðalegasta augnablikið? Að koma til dyra sem unglingur með sprellann óvænt úti, lélegar nærbuxur áttu sök.

Sorglegasta stundin? Að kveðja.

Mesta gleðin? Að fagna nýju lífi.

Mikilvægast í lífinu? Fjölskyldan og vinirnir

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -