Orðrómur
Fall fyrirtækjaveldis Skúla Mogensen heldur áfram með því að Basehótel á Ásbrú var tekið til gjaldþrotaskipta. Gjaldþrotið er smávægilegt ef miðað er við fall flugfélagsins WOW. 40 milljónir króna vantar en búið er eignalaust. Hótelið átti fyrir fjórum árum að marka upphaf stórveldis á sviði ferðaþjónustu við hlið WOW.
Skúli sjálfur hefur fullyrt að hann sé nánast öreigi eftir hrun fyrirtækja sinna. Reyndar trúa því fæstir. Hann hefur áður gengið í gegnum erfiðleika er þó þekktur fyrir að rísa upp að nýju. Þessa dagana stendur hann í barnauppeldi og virðist njóta þess sem hversdagslífið gefur. Eftir allan glamúrinn á uppgangstíma hafa nú tekið við rólegri tímar með innhverfri íhugun og bleiuskiptum hjá flugkónginum. Hann er þögull um framtíðina en víst er þó að hann mun snúa aftur með rekstur í einhverri mynd …