Fimmtudagur 2. janúar, 2025
1.8 C
Reykjavik

Vantrausti á Bjarkeyju verður hafnað: „Trúverðugleiki þingflokks Sjálfstæðismanna í holræsið“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Vantrauststillaga á hendur Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra verður afgreidd og væntanlega felld á Alþingi í dag. Ráðherrann hefur líkt og forverar hans í embætti, Svandís Svavarsdóttir og Katrín Jakobsdóttir sætt fordæmingu fyrir stjórnsýslu og brellur sínar í málinu.

Nokkrir Sjálfstæðismenn hafa haft sig í frammi og lýst andúð sinni á vinnubrögðum Vinstri-grænna. Teitur Björn Einarsson, alþingismaður Norðvesturkjördæmis, hefur verið þar fremstur í flokki. Nú liggur fyrir að Teitur mun ekki taka þátt í afgreiðslunni þar sem hann er á sjúkrabeði. „Verð ég nú frá þingstörfum þar til ég kemst almennilega á fætur og ról,“ svaraði Teitur fyrirspurn Mannlífs í gær.

Teitur Björn Einarsson, alþingismaður Sjálfstæðisflokksins hvílir á sjúkrabeði. Mynd: Facebook.

Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaðpur Sjálfstæðisflokksins, fullyrti í gær að flokkurinn hefpui fulla stjórn á sínu fólki sem myndi greiða atkvæði gegn vantrausti. Samkvæmt því munu Jón Gunnarsson og Óli Björn Kárason lúta fullri stjórn í málinu.

Vilhjálmur Birgisson, verkalýðsformaður af Akranesi, er á sama máli og telur að þeir þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem lýst hafa óánægju muni fela sig á bak við varamenn.

„Ætla að spá að það verði nokkrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem muni kalla inn varamenn eða boða forföll til að forða sér frá því að það sjáist að þeir þori ekki að styðja við vantraust á matvælaráðherra. Veit að það þýðir ekki að elta ólar við þingmenn Framsóknar enda búinn að sjá að sá flokkur virðist ekki standa fyrir neitt annað en sjálfan sig,“ segir Vilhjálmur á Facebook.

Vilhjálmur Birgisson.

Vilhjálmur furðar sig á yfirlýsingu Hildar um að vantrauststillagan sé pólitískt leikrit.

- Auglýsing -

„Mér sýnist að trúverðugleiki þingflokks sjálfstæðismanna verði endanlega sturtað niður í holræsið þegar þeir munu sjá til þess að matvælaráðherra þurfi ekki að bera neina ábyrgð,“ skrifar Vilhjálmur.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -