Miðvikudagur 15. janúar, 2025
8.8 C
Reykjavik

Vanur neikvæðri umfjöllun

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þó öll ýmis áföll hafi dunið yfir við gerð Vaðlaheiðarganga segist Valgeir Bergmann framkvæmdastjóri Vaðlaheiðaganganna ekki kvarta enda sé hann ýmsu vanur.

„Eftir á að hyggja var þetta alveg skemmtilegt,“ segir hann og hlær. „Það er gaman að fá að upplifa eitthvað sem maður hafði áður bara lesið um og heyrt af annars staðar. En þetta tók á taugarnar, ég segi það ekki, að þurfa stöðugt að vera að endurmeta stöðuna í verkinu og reikna út hvort það gangi upp eða ekki og alltaf að svara sömu spurningunum. En maður er svo sem kominn með ágætis reynslu og farinn að kunna að anda með nefinu í svona djobbum. Það gerist aldrei allt á tveimur, þremur dögum, þetta er langtímavekefni.

Þetta var eins með færslu Hringbrautarinnar og Héðinsfjarðargöngin svo maður var orðinn vanur því að fá alltaf þessa neikvæðu punkta og spurningar. Það sem hefur kannski komið mest á óvart varðandi Vaðlaheiðargöngin er hversu margir fjölmiðlar hafa verið tilbúnir að stökkva á vagninn og gagnrýna. Það voru fljótlega farnar að berast þrjár, fjórar spurningar á dag frá fréttamönnum þannig að við ákváðum að halda úti Facebook-síðu fyrir verkefnið til að upplýsa fólk um gang mála. Við vildum ekki fá það orð á okkur að við værum að fela eitthvað.“

Viðtalið í heild sinni má lesa hér

Á myndinni er Valgeir með hundinum sínum Bellu. Mynd / Auðunn Níelsson

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -