Föstudagur 10. janúar, 2025
2.8 C
Reykjavik

Var harðákveðin í að fá hlutverk í Vikings

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ragnheiður Ragnarsdóttir prýðir forsíðu nýjasta tölublaðs Mannlífs sem kemur inn um lúguna á morgun.

Sundkonan Ragnheiður Ragnarsdóttir lærði leiklist í Los Angeles. Hún setti sér það markmið að fá hlutverk í sjónvarpsþáttunum Vikings þegar náminu lyki. Það tók fjögur ár en eins og þeir vita sem séð hafa stikluna fyrir fimmtu seríu þáttanna leikur hún þar stórt hlutverk.

„Ég hreifst svo af þáttunum þegar ég byrjaði að horfa á þá þegar sonur minn var nokkurra vikna gamall,“ segir hún meðal annars í viðtali sem finna má í nýjasta tölublaði Mannlífs. „Það að vilja verða leikkona er eitt, en að vita hvert maður ætlar er annað. Ég hugsaði aldrei: kannski fæ ég eitthvað að gera, heldur var ég harðákveðin í því að ég ætlaði að leika í þessum þáttum. Fólk ranghvolfdi augunum þegar ég, nýbyrjuð í skólanum, var spurð hvar ég sæi mig fyrir mér eftir fimm ár og ég svaraði strax að ég myndi vera að leika í Vikings.“

Mynd / Hallur Karlsson

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -