- Auglýsing -
„Ég var látinn vita af því bæði af félögum og andstæðingum að þetta væri vonlaust tafl, að þetta væri búið. Einhverjir nefndu mig útfararstjóra Samfylkingarinnar,“ segir Logi Einarsson í ítarlegu forsíðuviðtali Mannlífs sem kemur út á morgun.
Logi tók við formennsku hjá Samfylkingunni skömmu eftir að flokkurinn hafði nánast þurkkast út af þingi í kosningunum 2016. Var því jafnvel spáð að hann yrði síðasti formaður Samfylkingarinnar. Röð tilviljana leiddu hann í formannsembættið og það voru líka utanaðkomandi aðstæður sem urðu til þess að Samfylkingin fékk björgunarhring einu ári eftir afhroðið.
En það hefur líka mætt á Loga sem hefur þurft að græða gömul sár og fást við erfið mál innan eigin þingflokks.
Mynd / Hallur Karlsson