Fimmtudagur 12. desember, 2024
6.8 C
Reykjavik

Var neydd til að sturta hamstrinum niður á flugvélasalerni

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Saga hinnar 21 árs Belen Aldecosea hefur náð athygli heimsins, en hún er harla óvenjuleg. Þann 21. nóvember síðastliðinn var Belen bókuð í flug með flugfélaginu Spirit frá Baltimore til Suður-Flórída. Hún segist hafa hringt í flugfélagið til að athuga hvort að hamsturinn hennar Pebbles, sem læknir skrifaði uppá að væri stuðningsdýrið hennar, mætti fljúga með henni. Belen segir að svarið frá flugfélaginu hafi verið jákvætt.

En þegar að Belen mætti í flug sagði starfsmaður flugfélagins að dýrið mætti ekki fljúga. Ráðlagði starfsmaðurinn henni að sturta hamstrinum niður inni á einu salerni flugvélarinnar svo hún gæti flogið með vélinni. Og þar sem þetta var í aðdraganda þakkargjörðarhátíðarinnar voru allir vinir Belen uppteknir og hún of ung til að leigja sér bílaleigubíl og keyra.

Það endaði því með því að hún gerði eitt það erfiðasta sem hún hafði gert á lífsleiðinni – hún sturtaði Pebbles niður.

„Hún var hrædd. Ég var hrædd. Það var hræðilegt að setja hana í klósettið. Ég varð mjög tilfinningaleg. Ég grét. Ég sat í góðar tíu mínútur á salerninu og grét,“ segir Belen í samtali við Miami Herald.

Öll nagdýr bönnuð

Belen íhugar að lögsækja flugfélagið, en forsvarsmenn þess hafa staðfastlega neitað því að starfsmaður á þeirra vegum hafi sagt henni að sturta hamstrinum niður.

Belen fékk Pebbles síðasta haust eftir að hún fékk kýli á hálsinn og talið var að hugsanlega væri um krabbamein að ræða. Kýlið reyndist síðar vera jákvætt. Hún býr í Baltimore en bókaði flug til Suður-Flórída til að láta fjarlægja kýlið.

Forsvarsmenn flugfélagsins játa að mistök hafi átt sér stað þegar að starfsmaður hafi sagt Belen að hamsturinn mætti koma með í flugið, en nagdýr af öllu tagi eru bönnuð í flugum hjá Spirit. Þeir segja einnig að Belen hafi verið boðið að fljúga níu tímum seinna svo hún hefði tíma til að finna stað fyrir hamsturinn að vera á.

- Auglýsing -

„Gögn okkar sýna að gesturinn þáði seinna flugið án mótmæla,“ segir Derek Dombrowski, talsmaður flugfélagsins í samtali við BuzzFeed News og bætir við að Belen hafi verið boðinn afsláttarmiði vegna óþægindanna en að flugfélagið hafi ekki heyrt meira í henni. Belen sturtaði dýrinu niður eftir að hún þáði boð um að fljúga síðar um daginn og segir að starfsmaður hafi stungið uppá því að hún losaði sig við dýrið á þann hátt eða sleppti því lausu.

Texti / Lilja Katrín
[email protected]

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -