Miðvikudagur 15. janúar, 2025
8.8 C
Reykjavik

Varaborgarfulltrúi Miðflokksins líkir tafagjöldum við Berlínarmúr: „Hér þarf að reisa múr“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Nú skal nýr múr rísa í Reykjavík, það gengur ekki að að íbúar austurborgarinnar séu að þvælast inn á Lattésvæði borgarinnar lengur gjaldfrítt, hvað þá fólk af landsbyggðinni!” skrifar Baldur Borgþórsson, varaborgarfulltrúi Miðflokksins, í skoðanapistli á Fréttatímanum.

„Hér þarf að reisa múr og stöðva þessa þróun.“ Í pistlinum er Baldur að bera saman Berlínarmúrinn og umræðuna um tafagjöld í Reykjavík. Tafagjöld geta verið sett á vegarkafla eða svæði sem eru sérstaklega viðkvæm fyrir umferð eða þar sem tafir eru algengar. Gjöldin eiga að vera hvatar fyrir ökumenn til að velja sér aðrar leiðir eða nota aðra samgöngumáta en einkabíl. Sem dæmi er hægt að leggja tafagjöld á sérstakar tegundir ökutækja eða á ákveðnum tíma sólarhrings.

„Sennilegt þykir að Sigurborg Ósk og kumpánar hennar í meirihluta borgarinnar með borgarstjóra fremstan í flokki hyggist reisa tollamúr strax. Steypan kemur síðar.“ Sigurborg Ósk Haraldsdóttir er formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar. „Ég ætla að leyfa mér að koma með þá hugmynd að fyrsta hlið hins nýja múrs verði staðsett í brekkunni ofan við Hlemm, sem borgarstjóri sjálfur kallar: Fyrstu brekkuna upp í Breiðholt“ skrifar Baldur og bætir við: „Hliðið fái nafnið Checkpoint Sigurborg.“

„Undirrituðum finnst rétt að taka fram að engin umræða hefur verið um þetta undarlega mál á fundum Skipulags og samgönguráðs, þar sem undirritaður situr sem áheyrnarfulltrúi Miðflokksins.“ Sigurður Ingi Jóhannsson, sveitarstjórnar- og samgönguráðherra, hefur lagt fram frumvarp á Alþingi og er það nú til umfjöllunar í umhverfis- og samgöngunefnd þingsins. Verðir frumvarpið samþykkt munu sveitarfélög og Vegagerðin hafa heimild til að takmarka eða banna umferð á tilteknum vegi eða svæði þegar mengun fer yfir heilsuverndarmörk. Bannið myndi þá standa yfir takmarkaðan tíma.

„Þetta útspil kemur þó ekki á óvart og er vissulega í anda þeirrar tolla/skatta og forræðishyggjustefnu sem meirihlutinn hefur staðið fyrir” skrifar Baldur. Hann nefnir að minnistæð orð komi upp í hugann vegna annars umdeilds máls: „Okkur er alveg sama hvað fólk vill, við ætlum að gera þetta.” Baldur tekur ekki fram hver sagði þessi orð eða við hvaða tilefni.

Hann endar skoðanapistilinn á hvatningu til kjósenda: „Það verður aldrei of oft brýnt hversu miklu máli skiptir að setja Xið sitt á réttan stað í kjörklefanum.” Baldur lokar pistlinum með „Mit Freundliche Grüße” eða „með bestu kveðjum.”

Berlínarmúrinn skildi að Vestur og Austur-Berlín eftir síðari heimsstyrjöldina. Bygging múrsins hófst árið 1961 og var 167,8 km langur. Hann var tákn um skiptingu Þýskalands og Kalda stríðið. Vegna erfiðra lífskjara reyndi fólk að yfirgefa austurhlutann og setjast að í vesturhlutanum í von um betri lífskjör. Talsverður fjöldi fólks reyndi að flýja yfir múrinn. Talið er að tæplega 140 manns hafi látið lífið í þeim tilraunum. Múrinn féll árið 1989.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -