Fimmtudagur 26. desember, 2024
3.8 C
Reykjavik

Varað við perra í Breiðholtinu sem beraði sig fyrir nemendur: „Börnin eru ekki vön að sjá þetta“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Magnús Þór Jónsson, skólastjóri Seljaskóla, hefur varað allar foreldra skólans við karlmanni sem beraði sig fyrir framan nemendur skólans í dag. Börnunum var eðlilega mjög brugðið og lögregla rannsakar atvikið.

„Börnin eru ekki vön að sjá þetta og eiga ekki að þurfa að sjá svona. Þeim var því eðlilega brugðið,“ segir Magnús í samtali við Mannlíf og bætir því við að þegar börnin ruku inn í skólabygginguna til að tilkynna perrann hafi lögregla strax verið kölluð til.

„Það fóru í gang hjá okkur ákveðnir verkferlar. Við lítum þetta mjög alvarlegum augum og gerum allar þær ráðstafanir sem við getum. Ég vona að þessu sé lokið.“

Frímínútnagæsla í skólanum hefur verið aukin og lögreglan biður foreldra um að vera á varðbergi. Magnús hefur sent úr svohljóðandi tilkynningu til allra foreldra í hverfinu:

„Ágætu forráðamenn

Í dag kom upp það atvik við skólalóð Seljaskóla að  sem einstaklingur kom upp að nemendum í 7.bekk og „beraði sig“.  Nemendur brugðust hárrétt við og létu starfsfólk skólans vita. Haft hefur verið samband við forráðamenn þeirra barna sem urðu fyrir áreitinu.

- Auglýsing -

Við höfðum tafarlaust samband við lögregluna og hefur hún tekið við rannsókn málsins.  Við munum að sjálfsögðu auka viðbúnaðarstig í frímínútnagæslu vegna þessa.  Ástæða er að hrósa nemendunum sem urðu fyrir þessu áreiti og brugðust hárrétt við.

Lögreglan vill koma þeim tilmælum til forráðamanna að árétta það við börn sín að ef að slíkt kemur upp utan skóla hafi þau tafarlaust samband í símanúmerið 112.

Með góðri kveðju,“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -