Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari tjáir sig við RÚV um ákvörðun Endurupptökunefndar vegna máls Sigurjóns Þ. Árnasona, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans og máli Elínar Sigfúsdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs bankans.
Helgi segir miður að það þurfi að taka aftur upp mál sem Hæstiréttur hafi þegar dæmt. Bæði Sigurjón og Elínar voru dæmd í Ímon málinu. Endurupptökunefnd telur ljóst að 15 milljóna króna eign eins dómarans í Landsbankanum fyrir hrun valdi því að ástæða sé til að draga óhlutdrægni dómstólsins í efa. Fjárhagslegt tjón dómarans vegna falls bankans sé verulegt.
Helgi segir við RÚV að hann sé þeirrar skoðunar að ekki sé forsenda til endurupptöku. Lög kveði á um að hæstaréttardómarar meti sjálfir eigið hæfi. Því eigi eftir að koma í ljós hvernig niðurstaða endurupptökunefndar verði túlkuð í hæstarétti.