Föstudagur 3. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Varðskipið Þór flyst til Reykjanesbæjar – Vonandi fyrsta skrefið í flutningi skipaflotans

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Tillaga Landhelgisgæslunnar um að varðskipið Þór fái heimahöfn í Reykjanesbæ hefur verið samþykkt af dómsmálaráðherra.

Samkvæmt Víkurfréttum hafa viðræður átt sér stað milli stjórnar Reykjaneshafnar og Landhelgisgæslunnar síðustu mánuði um málið. Vonast er til þess að þetta sé fyrsta skrefið í flutningi skipaflota Landhelgisgæslunnar til Reykjanesbæjar.

Kemur þetta fram í aðsendri grein í Víkurfréttum í gær en það er Kristján Jóhannsson sem sem skrifar en hann situr í stjórn Reykjaneshafnar og er frambjóðandi Beinnar leiðar. Í pistlinum fer hann yfir stöðu hafnamála Reykjanesbæjar og stiklar þar á stóru.

„Það er bjart yfir rekstri hafna Reykjanesbæjar. Það er skoðun mín að hafnsækin starfsemi og atvinnuuppbygging í bænum séu nátengd. Það er ekki þörf á hástemdum yfirlýsingum um breytingar í bænum okkar, þær hafa þegar orðið. Bein leið á stóran hlut að máli hvernig til hefur tekist!“

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -