Sunnudagur 15. desember, 2024
0.2 C
Reykjavik

Varla dropi til spillis á Íslandi – Hjúkrunarfræðingar hafa staðið sig með stakri prýði

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Mannlíf hafði samband við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins til þess að grenslast fyrir um það hve mikið af Covid – bóluefni hefði farið til spillis frá upphafi bólusetninga hér á landi.

Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir framkvæmdarstjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins tjáði Mannlífi það að ekki einn einasti skammtur af bóluefni hefði farið til spillis. Það er hreint ótrúlega góður árangur því lítið má útaf bregða svo bóluefnið verði ónýtt.

„Við höfum lagt mikið á okkur til að klára hverja blöndu hvern bólusetningardag – mörg kvöld hér fyrr í vetur vorum við að keyra út um alla borg til að koma afgangsskömmtum í réttan forgangshóp. Síðan varð þetta auðveldara þegar við vorum komin í forgangshóp 10 sem var almenningur – þá gátum við boðað fleiri og fengum líka fjölmiðla með okkur í lið til að auglýsa lausa skammta og virkaði það mjög vel.  Eitt skiptið vorum við tæp – en þá áttum við eftir um 700 skammta af Pfizer – Þá brugðum við á það ráð að hafa samband við HSS sem ætlaði að vera með endurbólusetningu daginn eftir – við skelltum í að boða það fólk þarna um kvöldið og hentumst með skammtana 700 úteftir og komum þeim öllum í ánægða upphandleggi – sem voru bara ánægðir að klára þetta þarna um kvöldið í staðinn fyrir að taka frí úr vinnu daginn eftir“.

Það hefur allt verið til fyrirmyndar hjá því frábæra teymi hjúkrunarfræðinga sem staðið hafa vaktina í bólusetningunum. Mikið álag hefur verið á þessari stétt og eiga allir þeir hjúkrunarfræðingar sem hafa komið að átakinu mikið og gott hrós skilið fyrir sín störf. Ragnheiður Ósk sagði enn fremur „Við leggjum mikið á okkur við að halda blöndun (sem fer fram á Suðurlandsbrautinni) í jafnvægi við bólusetningarnar í Laugardalshöll – stundum kostar það að fólk þarf að bíða aðeins meðan blandað er aðeins meira – en allir sýna því skilning – því það er algjört prinsipp hjá okkur að láta ekki einn einasta skammt fara til spillis“.

 

Anna María Snorradóttir Verkefnisstjóri á sóttvarnarsviði hjá Embætti landlæknis svaraði einnig spurningu Mannlífs og þá á landsvísu og sagði hún að nýtingin hefði enn ekki verið gerð upp en aðeins örfáir skammtar hafi eyðilagst.Starfsmenn heilsugæslunnar um allt land hafa jafnvel keyrt á milli bæjarfélaga til að koma í veg fyrir að skammtar eyðileggist ef mæting hefur verið minni en áætlað var. Hins vegar hafa umfram skammtar náðst úr mjög mörgum glösum“.

- Auglýsing -

 

 

 

- Auglýsing -

 

 

 

 

 

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -