Fimmtudagur 26. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Varpa sprengjum á Úkraínu: „Hann hef­ur her til að eyðileggja hel­víti mikið“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sprengjum rignir nú yfir Kænugarð og gríðarleg biðröð bíla á leið út úr borginni hefur myndast. Óskar Hallgrímsson, ljósmyndari og myndlistarmaður er búsettur í Kænugarði og ræddi hann við  Morgunblaðið.
„Ég vaknaði klukk­an fimm í nótt og mjög fljót­lega eft­ir það heyri ég tvær spreng­ing­ar. Síðan halda þær áfram, ein og ein og ein. Það eru að minnsta kosti sjö eða átta spreng­ing­ar sem ég er bú­inn að heyra,“ sagði Óskar í viðtalinu en talið er að Rússar séu nú að ráðast á flugvöllinn Boryspil.
Meðan á viðtalinu stóð heyrði Óskar í einni spenginu til viðbótar en netsamband og rafmagn er enn uppi.
Sagði hann Rússa vera að miða á flugvellina en hafði konan hans sem er frá Odessa séð myndskeið af sprengingum í Kharkiv svo að árásin væri ekki eingöngu á Kænugarð.

„Þegar ég lít út um glugg­ann hérna þá sé ég fullt af bíl­um vera að keyra upp göt­una. Sem er nokkuð óeðli­legt svona snemma að morgni. Mér finnst lík­legt að fólk sé bara að dúndra vest­ur,“ sagði hann en ætla þau sér ekki fara nema þau finni til óöryggis.
Óskar segir Pútin vera með þrjátíu þúsund manna herlið í Hvíta-Rússlandi.
„Hann hef­ur nefni­lega ekki her til að taka yfir allt landið en hann hef­ur her til að eyðileggja hel­víti mikið,“ seg­ir Óskar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -