Þriðjudagur 14. janúar, 2025
8.8 C
Reykjavik

Vaxtarverkir reyndust vera krabbamein: „Mikilvægt að foreldrar fylgist með einkennum barna sinna“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fimm barna móðirin Jessica Cooke vill vara aðra foreldra við eftir að verkir 16 ára sonar hennar reyndust vera vegna krabbameins.

Sonur Jessicu kvartaði yfir verkjum í fótum og baki, foreldrar hans leituðu aðstoðar læknis og voru viss um að eitthvað væri að syni þeirra. Eftir stutta skoðun var þeim sagt að líklega væri um vaxtarverki að ræða. Þegar verkirnir versnuðu fór drengurinn aftur í læknisskoðun, þá var útkoman vöðvaspenna og skrifað var á hann róandi lyf.

Ástand drengsins fór hratt versnandi og tók móðir hans eftir útbrotum sem birtust skyndilega á fótum hans. Þegar tilraunir til að ná í heimilislæknir fjölskyldunnar brugðust, hringdu þau á neyðarlínuna. Sonur Jessicu gat ekki gengið vegna verkja sem versnuðu stöðugt. Á bráðamóttöku var tekið úr honum blóðsýni, úr því kom í ljós að hann væri með hvítblæði.

„Þetta var hræðilegt. Pabbi hans var með honum en ég var heima. Ég fékk símtal þar sem mér var sagt frá útkomunni, ég öskraði og brotnaði hreinlega niður. Við trúðum þessu ekki, ég gat ekki trúað þessu,“ sagði Jessica í samtali við Manchester Evening News.

„Ég vissi innst inni að við værum að fara að fá hræðilegar fréttir. Innan sólahrings fengum við meðferðaráætlun.“

Drengurinn er nú á leið í geislameðferð. Hann var greindur með krabbameinið þann 14. febrúar síðastliðinn og næsta dag hóf hann fjögurra vikna lyfjameðferð.

- Auglýsing -

Jessica heitir því að segja sem flestum foreldrum frá einkennum sonar síns, hún segir mikilvægt að hlusta ekki alltaf á greiningu lækna. „Börn og unglingar eru sífellt dettandi, eru með marbletti og kúlur. Það getur alltaf verið eitthvað hræðilegt að og mér finnst mikilvægt að foreldrar fylgist með einkennum barna sinna.“

Sonur Jessicu upplifði verki í baki og útlimum sem versnuðu hratt, síðar fékk hann útbrot á fætur.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -