Mánudagur 25. nóvember, 2024
-7.2 C
Reykjavik

Veðkall aldarinnar hefur reynst dýrkeypt – Verðhrun Marel og forstjórinn í greiðslustöðvun

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Árni Oddur Þórðarson, fyrrverandi forstjóri Marels, hefur staðið í ströngu síðustu daga. Á þriðjudagskvöld leysti Arion banki til sín 4,87 prósent af hlutabréfum í Eyri Invest, kjölfestufjárfesti Marels. Bréfin hafði bankinn til tryggingar persónulegri lánveitingu forstjórans.

Árni Oddur hafði starfað sem forstjóri fyrirtækisins í 10 ár og hefur í kjölfar veðkallsins fengið samþykkta greiðslustöðvun. Margir hafa nefnt aðgerðir Arion banka „veðkall aldarinnar“ og aðilar á fjármálamarkaði muna ekki eftir jafn harkalegri innheimtuaðgerð gegn stjórnanda í skráðu fyrirtæki hér á landi. Áður grunlausir hluthafar Marels hafa horft á hlutabréf sín lækka um 25 milljarða króna frá opnun markaða á miðvikudag.

Samkvæmt heimildum Mannlífs jafngildir lækkun hlutabréfanna um fjórtánfaldri fjárhæð lánsins sem bankinn gjaldfelldi. Auk þess hafa flest önnur hlutabréf í Kauphöllinni lækkað í kjölfar tíðindanna. Árni Oddur sendi frá sér yfirlýsingu vegna málsins á þriðjudagskvöld og telur aðgerðir bankans hvorki í samræmi við samninga né lög. Hann segist hafa brugðist við veðkalli bankans og lagt fram fullnægjandi tryggingar sem að hans sögn höfðu ríflega tvöfalt virði lánveitingar.

Samkvæmt heimildum Mannlífs mun málið hafa strandað á mikilvægum skilmálabreytingum lánsins, sem hafi meðal annars falið í sér hækkun vaxta, eitthvað sem forstjórinn gat ekki sætt sig við. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir fjölmiðla hefur Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, ekki viljað tjá sig um málið. Í stuttri yfirlýsingu til fjölmiðla segist bankinn fara eftir skýrum innri reglum og ferlum um lánveitingar.

Búast má við harkalegum deilum vegna málsins sem nú þegar er á borði Fjármáleftirlitsins. Samkvæmt heimildum Mannlífs eru það lögmenn Logos og lögmannstofan Mörkin sem takast á um málið bakvið tjöldin.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -