Verslunarmannahelgin er á næsta leyti og allir vilja vita allt um veðrið þá – þótt erfitt sé um það að spá.
Menn reyna og greina – spá í bolla og bálkesti; kasta janfvel hlutkesti, og Pollýanna er oft á sveimi.
Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir að erfitt sé að segja til um veðurhorfur um verslunarmannahelgina.
Eins og fram kemur á RÚV.
Hann segir að við Já-fólkið hafi alveg fengið væna og góða daga með hita yfir 20 stigum: einkum á Norður- og Austurlandi:
„Sumarið það sem af er er ekkert alslæmt en því er spáð heilt yfir, næstu 7-10 dagana, að það verði fremur vætusamt Sunnan- og Vestanlands. En á móti kemur, þar sem hlémegin fjalla, sérstaklega Norðaustanlands og jafnvel einnig á Austurlandi, það [landsvæði] er í vari fyrir regninu oftast nær og ágætt veður þar og jafnvel bara mjög gott suma dagana,“ segir Einar.
Hann leggur frá sér símann og horfir til himins.