Föstudagur 25. október, 2024
0.5 C
Reykjavik

Veðurmont eykur pressu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sálfræðingurinn Helgi Héðinsson segir að umræðan um góða veðrið geti haft þveröfug áhrif á einstaklinga sem kljást við kvíða og þunglyndi.

Helgi Héðinsson sálfræðingur.

Flestir kannast við að lundin rís eða hnígur eftir því sem veðrið breytist og smitast jafnvel út í samfélagsumræðuna. Rigningarsumarið mikla á höfuðborgarsvæðinu var mikið í umræðunni á neikvæðum nótum fyrir ári síðan en jákvæðara andrúmsloft má skynja í dag og veðurmontfærslur fylla samfélagsmiðla.

Helgi Héðinsson, sálfræðingur hjá Lífi og sál, tekur undir það í samtali við Mannlíf að veður geti vissulega haft áhrif á líðan fólks en vill ekki meina að það hafi bein teljandi áhrif á einstaklinga sem kljást við kvíða og þunglyndi. „En það er rétt að það liggur almennt betur á fólki sem er ekki síður vegna þess að umræðan er almennt jákvæðari um veðrið. Þegar veðrið er ekki gott, þá er líka talað mjög mikið um hvað veðrið sé vont og það gerir engum gott.“

„… fyrir skjólstæðinga sem kljást við kvíða og þunglyndi getur góða veðrið haft öfug áhrif. Þá er komin meiri pressa á að allt verði að vera frábært …“

Þá segir Helgi að væntingastjórnun hafi mikið að segja um hvernig veðrið hafi áhrif á líðan. „Sumir upplifa þegar sumrin eru góð að þá eigi allt að vera svo geggjað. Það verður að gera eitthvað skemmtilegt en það gengur ekki eftir. Þannig að fyrir skjólstæðinga sem kljást við kvíða og þunglyndi getur góða veðrið haft öfug áhrif. Þá er komin meiri pressa á að allt verði að vera frábært, vera meira úti og gera eitthvað skemmtilegt, það eiga allir að vera að ferðast og njóta lífsins en það eru bara ekki allir á þeim stað.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -