„Á morgun, gamlársdag er útlit fyrir fremur hæga austlæga átt með minniháttar éljum, en áfram léttskýjað sunnan- og vestantil. Vindur fer vaxandi um landið sunnan- og vestanvert um kvöldið og einnig þykknar upp við suðurströndina.“
Á vef Veðurstofunnar segir að búast megi við frosti um allt land.
Dregur úr frosti en búast má við töluverðri vindkælingu sunnan- og vestantil og vissara að klæða sig vel. Fyrir norðan og austan verður vindur mjög hægur og þar mun frostið ekki bíta eins illilega og þar sem vinds gætir,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings.
„Austlæg átt, víða 3-10 m/s á morgun, en mun hvassari við S-ströndina seinnipartinn. Bjartviðri víða á landinu, en skýjað með köflum S-til og stöku él. Hlýnar heldur, einkum SV-til.“
Spáð er stormi á Austurlandi á nýársdag: „Norðaustanstormur og snjókoma eða skafrenningur á A-verðu landinu, dálítil él NV-lands, en annars úrkomulítið. Frost 0 til 6 stig, en frostlaust syðst.“