Þriðjudagur 11. febrúar, 2025
4.8 C
Reykjavik

Veðurstofan varað við skriðum og grjóthruni á Vestfjörðum og Snæfellsnesi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Nú varar Veðurstofa Íslands við auknum líkum á skriðum og grjóthruni á Vestfjörðum; einnig á Snæfellsnesi – vegna mikillar úrkomu og leysinga vegna hlýnandi veðurs.

Kemur fram að gular viðvaranir eru í gildi á Breiðafirði og Vestfjörðum, þar til seint annað kvöld.

Í tilkynningu Veðurstofu segir að spá geri ráð fyrir vætu víða um landið í dag; búist sé við að mesta úrkoman falli á Vestfjörðum sem og Snæfellsnesi; en á sama tíma hlýnar og hitastig verður víða um fimm stig; er eykur yfirborðsrennsli vegna leysinga.

Í kjölfar úrkomunnar er búist við vatnavöxtum í ám og lækjum; farvegir sem venjulega eru vatnslausir geta nú fyllst. Yfirborðshreyfingar líkt og grjóthrun, farvegsbundnar aurskriður sem og jarðvegsskriður geta átt sér stað nánast fyrirvaralaust.

Veðurstofan varar því fólk við að dvelja undir bröttum hlíðum; segir ástæðu til að sýna varkárni á vegum landsins; þá sérstaklega á Vestfjörðum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -