Óvenjulega slæmt veður er í kortunum og gæti farið svo að viðvörun verði rauð á höfuðborgarsvæðinu.
Í viðtali við Vísi segir Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands að veðrið muni versna mjög hratt þegar lægðin skellur á.
Þá hefur appelsínugul veðurviðvörun verið gefin út fyrir allt landið á aðfaranótt mánudags.
svo um miðnætti fer að snögghvessa og upp úr klukkan fjögur nær það hámarki og svo snöggbatnar þetta á milli klukkan átta og níu á Suðvesturlandi,“ sagði Elín í viðtalinu en hægt er að sjá allar frekari upplýsingar á vef Veðurstofunnar.