Hinni árlegu druslugöngu hefur verið aflýst í ár vegna samkomutakmarkana.
Í staðinn ætla skipuleggjendur göngunnar og femíniski vefmiðillinn Flóra að gefa út vefrit, Drusla x Flóra í ágúst, en markmiðið með því er að gefa fjölbreyttum hópi fólks tækifæri til að ræða femínisma og nauðgunarmenningu í öllum kimum samfélagsins.
Druslugangan hefur verið farin í Reykjavík á hverju sumri frá því 2011 til að sýna þolendum kynferðisofbeldis samstöðu og krefjast betra réttarkerfis og betra samfélags. Til stóð að gangan færi fram laugardaginn 25. júlí og lyki með útifundi á Austurvelli. Vegna samkomutakmarkana var ákveðið að aflýsa göngunni og gefa í staðinn út fyrrnefnt rit.