Matvælastofnun hefur, í samvinnu við Lyfjastofnun, kært vef með íslensku léni til lögreglu og farið fram á að honum verði lokað. Þetta kemur fram á vef Matvælastofnunar.
Þar segir að rétthafi lénsins, www.roidstop.is, er skráður í Mið-Ameríku. Á vefnum eru auglýst til sölu bæði ólögleg fæðubótarefni og lyf.
Matvælastofnun varar við viðskiptum við vefinn og neyslu þeirra fæðubótarefna og lyfja sem er til sölu á vefnum. „Neytendur skulu ávallt vera á varðbergi þegar kemur að kaupum á fæðubótarefnum og lyfjum á netinu.“
Í grein MAST segir að á vefnum séu hættuleg efni til sölu, svo sem DPN. Þá er vísað í grein um dóm sem féll nýlega í Bretlandi vegna dauðsfalls ungrar stúlku sem hafði neytt DPN.
Matvælastofnun barst ábending um vefinn í gegnum hraðviðvörunarkerfi Evrópu um matvæli og fóður (RASFF).
Mynd / Skjáskot af Roidstop.is