Hávær umræða fer nú fram í fjölmennu samfélagi íslenskra vegan-ista á Facebook og eru meðlimirnir öskureiðir út í veitingastaðinn VOX. Eins og sjá má á upphafsfærslu umræðunnar var þar hlegið að viðskiptavininum sem vildi fá vegan-rétti í dögurði staðarins.
„Stundum liður mér eins og ég sé algjört frík að borða ekki dýr eða dýraafurðir og finnst eins og fólk skilji ekki hvernig ég “nenni þessu”. Ég var á VOX áðan í brunch og þá var í alvöru hlegið í andlitið á mér þegar ég spurði 3 mismunandi manneskjur hvort eitthvað af eftirréttunum væri vegan..og einn hló við hliðina á öðrum og bað hann um að “útskýra fyrir mér”(eins og ég væri að spyrja hvort þeir myndu bjóða uppá orma eða eitthvað álíka),“ segir viðskiptavinurinn og heldur áfram:
„Ekkert vegan sushi, eina var bara ávextir, salat og eitthvað grænmeti (og jú brauð og hummus). Ég held ég hafi náð tali á lærlingum en það á samt ekki að skipta máli finnst mér því þá hefðu þeir getað farið inn í eldhús og spurt betur út í þetta. Æ fannst þetta allavega pínu svona óþarfi og sárt að fá þetta attitude og ekki bara frá einum. Fannst þetta bara svo leiðinlegt eitthvað.“
Fjölmargir meðlimir hópsins virðast hafa upplifað svipað á VOX og hvetja til uppreisnar gegn staðnum, og öðrum þeim veitingastöðum sem ekki vilja þjónusta vegan-fólk. Kristín nokkur er ein hinna óánægðu. „Ömurlegt að þú sért að lenda í þessu Svona framkoma er ófyrirgefanleg að mínu mati. Þú ættir að senda póst á skrifstofuna þarna og kvarta hressilega,“ segir Kristín.
Sólveig er líka hundfúl. „Vó, ömurleg framkoma, mér finnst þetta svona eins og að fara tuttugu ár aftur í tímann þegar þekktist ekki að vera Vegan, en grænmetisætur voru werdó…Þetta er algjörlega FÁRÁNLEGT viðmót. Fyrir utan að það eru vörusvik að segjast ætla að bera fram vegan brunch en gera það svo ekki, þá er ALDREI afsakanlegt að hlæja að viðskiptavinum, og það upp í opið geðið á þeimþvílíkir dónar þarna,“ segir Sólveig ákveðin.
Sunna tekur í sama streng. „Þetta er bara fáfræði og barnaskapur.. ógeðsleg hegðun. Og finnst þú eiga senda þeim email með þetta klárlega.“ Og Sonja er sammála. „Þetta lýsir frekar mikilli heimsku starfsmanna en burtséð frá því er kannski kominn tími til að setja upp svartan lista yfir svona veitingastaði, segir Sonja.