Laugardagur 23. nóvember, 2024
-2.3 C
Reykjavik

Veifuðu skammbyssu að vegfarendum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk nokkrar tilkynningar í gær um ökumann og farþega bifreiðar sem væru að veifa skammbyssu og beina henni að vegfarendum. Lögreglan stöðvaði bifreiðina skömmu síðar. Um var að ræða mann og konu á þrítugsaldri, sem viðurkenndu athæfið og sögðust hafa gert þetta í gríni. Fólkið fékk að fara að lokinni skýrslutöku.

Rétt fyrir klukkan 19 í gærkvöldi var tilkynnt um ungan mann gangandi eftir miðri akbraut og valdandi hættu og truflun. Maðurinn var í mjög annarlegu ástandi, hlýddi ekki fyrirmælum lögreglu og veitti mótspyrnu við handtöku. Var hann vistaður í fangageymslu.

Fjórir voru teknir grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis/fíkniefna. Skráningarmerki voru tekin af 55 ökutækjum vegna þess að ekki var staðið skil á vátryggingu / fært til skoðunar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -