Fimmtudagur 26. desember, 2024
3.8 C
Reykjavik

Veik staða náttúruverndar er á ábyrgð íslenskra stjórnvalda: Ófullnægjandi svör frá ráðuneytinu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Íslensk stjórnvöld hafa útilokað að umhverfisverndarsamtök geti farið með mál sem varða brot á umhverfislögum fyrir dómstóla, samkvæmt

réttum Landverndar, en þau hafa farið með málið áfram sem drög að uppfærðri landsskýrslu um innleiðingu Árósasamningsins.

Árósasamningurinn fjallar um greiðari aðgang almennings að upplýsingum, þátttöku, ákvarðanatöku og aðgang að réttlátri málsmeðferð í umhverfismálum.

Þrátt fyrir að eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hafi fallist á öll málsrök Landverndar í apríl 2020 hafa íslensk stjórnvöld enn ekki fellt úr gildi þau lög sem brjóta gegn EES reglum sem byggja á Árósasamningnum þar sem leyfa eigi umhverfissamtökum að fara sýnileg umhverfisbrot til dómstóla. Þetta atriði verður rætt ítarlega í landsskýrslu Landverndar.

Aðgerðaáætlun ekki fylgt eftir

Landvernd hefur bent umhverfis og auðlindaráðuneytið á að þau hafi ekki fylgt eftir sinni eigin aðgerðaáætlun um Árósasamninginn og svo virðist sem ófullnægjandi svör fengist frá ráðuneytinu í hvaða farveg þessi mál séu í, en Landvernd hefur beðis ráðuneytið að bæta úr þessum vanköntum sem fyrst.

- Auglýsing -

Í drögum að landsskýrslunni er mikið gert úr aðgerðaáætluninni sem hefur að mjög litlu leyti verið fylgt eftir. Að mati Landverndar er ekki rétt farið með í drögunum um hvernig til hefur tekist að vinna eftir aðgerðaáætluninni. Sem dæmi má nefna fræðslu um Árósasamninginn sem hefur verið mjög lítil eftir árið 2018, engar stöðuskýrslur hafa verið birtar og rangt er að ný lög um mat á umhverfisáhrifum bæti aðgang almennings að ferlinu við mat á umhverfisáhrifum.

Enginn gætir hagsmuna náttúrunnar

Ráðuneytið hefur ekki fylgt eftir aðgerðum sem varða aðgang umhverfisverndarsamtaka að réttlátri málsmeðferð. Túlkun íslenskra yfirvalda útilokar umhverfisverndarsamtök frá því að fara með mál sem varða brot á lögum um umhverfið fyrir dómsstóla. Eins og staðan er núna er enginn aðili sem getur gætt þess að farið sé eftir umhverfislöggjöf Íslands með hagsmuni náttúrunnar í huga.

- Auglýsing -

Umhverfisverndarsamtökum er meinað að leggja mál sín fyrir dómstóla þrátt fyrir að framkvæmdaaðilar hafi til þess fulla heimild. Þessi túlkun hefur gert Landvernd mjög erfitt fyrir að þjóna sem málsvari íslenskrar náttúru. Þessi veika staða á þátt í því að náttúruverndarsjónarmið lúta oftast lægra haldi þegar hagmunaöfl knýja fram umdeildar framkvæmdir.

Það er þjóðréttarleg skylda íslenskra stjórnvalda að gera umhverfisverndarsamtökum kleift að leggja álitamál undir dómsstóla eins og ákvæði Árósasamningsins kveður á um. Þessu þarf að breyta.

Heimild: Landvernd

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -