Eins og Mannlíf greindi fyrst frá er Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri Norðurþings, í veikindaleyfi af ótilgreindum ástæðum. Veikindaleyfi hans hefur nú verið framlengt.
Kristján Þór er kvæntur fyrrum fjölmiðlakonunni Guðrúnu Dís Emilsdóttir, en eins og Mannlíf greindi frá þá herma heimildir að hún sé að pakka niður og undirbúa flutning frá Húsavík.
Tekið skal fram að Mannlíf hefur ekki fengið það staðfest hvað veldur því að hún hyggst flyja á brott. Í samtali við blaðamann Mannlífs þá vildi Guðrún Dís ekki staðfesta hver ástæðan væri.
Stefán Guðmundsson eigandi hvalaskoðunarfyrirtækisins Gentle Giants á Húsavík sagði eftirfarandi í frétt Mannlífs sem virðist renna stoðum undir að eitthvað ólag sé á einkalífi Kristjáns Þórs:
„Enda býsna fjölbreytt að því er virðist á hvaða forsendum starfsmenn stjórnlauss stjórnsýsluhússins fara í svokallað veikindaleyfi undanfarnar vikur á fullum launum eftir því sem mér skilst best og mánuðum saman…og gjarnan tengt svokallaðri „kulnun“ í starfi. En eru um leið hoppandi og skoppandi út um allar koppagrundir á okkar kostnað. Svo er hitt. Sumir virðđast ekki geta skilið á milli pólitíkur og einkamála. Hafa ekkert endilega greind eða vilja til þess. Þá verður gjarnan til hrærigrautur skrítinna tilfinninga og skoðanaskipta. Skoðun mín á bæjarstjóra og hans framgöngu undanfarin ár er óbreytt. Meira síðar. En ef hann á um sárt að binda í sínu einkalífi og veikindaleyfi – þá óska ég honum alls hins besta og góðs bata.“
En sveitarstjórinn í Norðurþingi, Kristján Þór Magnússon, verður allavega í þrjár vikur til viðbótar frá störfum vegna veikinda. Tölvupóstur um þetta var sendur á alla starfsmenn sveitarfélagsins í dag. Kristján hefur verið í veikindaleyfi í fjórar vikur og áætlunin var að hann myndi snúa aftur til starfa í dag.