Í nýjasta tölublaði Mannlífs er rætt við manninn sem greindist fyrstur Íslendinga með mislinga í febrúar.
Eiríkur Brynjólfsson var í fríi á Filippseyjum þegar hann smitaðist af mislingum. Óafvitandi um smitið flaug hann heim, kom til landsins með vél Icelandair þann 14. febrúar og fór til Egilsstaða með Air Iceland Connect daginn eftir. Nokkrir af samfarþegum hans smituðust. Hann segist ekki geta áfellst sjálfan sig enda hafi hann talið sig bólusettan og veltir fyrir sér hvað hafi misfarist þegar hann átti með réttu að fá þessar sprautur.
„Ég tók fyrst eftir þessu á höndunum á mér, fann að ég var orðinn ansi veikur, enda treysti ég mér ekki lengur til þess að fara út úr húsi. Daginn eftir var ég svo orðinn enn veikari og útbrotin farin að færast í aukana og þá hætti mér nú aðeins að lítast á blikuna. Mér fannst ég satt best að segja vera alveg að drepast, var mjög slæmur í maganum og staulaðist á salernið, en lenti svo bölvuðu basli með að komast aftur til baka inn í rúm,“ segir Eiríkur.
Lestu viðtalið við Eirík í nýjasta tölublaði Mannlífs.
Mynd / Ragnhildur Aðalsteinsdóttir