Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur skilgreint kórónuveiruna sem veldur COVID-19 sem heimsfaraldur. Þetta kom fram á blaðamannafundi WHO rétt í þessu.
Tedros Adhanom Ghebreysus, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, sagði á fundinum að hann væri áhyggjufullur vegna hraðrar útbreiðslu.
Með heimsfaraldri er átt við útbreiðslu nýs sjúkdóms um heim allan segir í skilgreiningu á Vísindavefnum.
Í viðbragðsáætlun sem sóttvarnarlæknir og almannavarnir undirrituðu fyrr í mánuðinum segir að heimsfaraldur á Íslandi getur haft það mikil áhrif að hann skapi neyðarástand innanlands og að því sé mikilvægt að virkja almannavarnakerfi landsins í sinni víðustu mynd til þess að lágmarka skaða og fyrirbyggja að þjóðfélagið lamist.
Fréttin hefur verið uppfærð