Norræna húsið fagnar 50 ára afmæli í ár og hefur því verið fagnað allt árið. Sérstök afmælisveisla hefst klukkan 9 í dag með fánahyllingu og ráðstefnu klukkan 11 um fortíð, nútíð og framtíð hússins.
Forseti Íslands setur ráðstefnuna sem verður haldin í Veröld – húsi Vigdísar. „Afmæli Norræna hússins verður rosalega skemmtilegt. Þrír forsetar Íslands hafa boðað komu sína enda skipti húsið miklu máli þegar það var opnað fyrir hálfri öld,“ segir Kristbjörg Kona Kristjánsdóttir, markaðs- og kynningarstjóri Norræna hússins. Að hennar sögn verða svo á morgun fjölskylduviðburðir frá morgni til kvölds. Þar troða upp m.a. grænlenska hljómsveitin Nanook og norska hip-hop-stjarnan Miss Tati, Flóni og fleiri.
Mynd: Kristjbjörg Kona Kristjánsdóttir.