Lögreglan hafði afskipti af veitingastað í miðbæ Reykjavíkur vegna brota á sóttvarnarlögum. Inni á staðnum voru rúmlega 50 manns en leyfilegur hámarksfjöldi er nú 50 manns. Var fólkinu gert að yfirgefa staðinn.
Talsvert var um ölvunarakstur í borginni í gær en einn þeirra sem lögreglan stöðvaði vegna gruns um ölvunarakstur, var einnig grunaður um skjalafals því bifreiðin var með röng skráningarnúmer.
Tvö innbrot voru tilkynnt í nótt. Í Breiðholtinu hafði rúða verið brotin í verslun og farið inn. Ekki var vitað hverju var stolið. Þá var brotist inn í hús í Austurbæ Reykjavíkur og tölvubúnaði stolið.