- Auglýsing -
Vélsleða var ekið á hús í Mosfellsbæ í gærkvöld og lögregla kölluð á vettvang. Þá varð þriggja bíla árekstur í Hafnarfirði og voru bílar töluvert mikið skemmdir eftir slysið. Einn ökumaður leitaði á Bráðadeild vegna eymsla.
Þá var lögreglu tilkynnt um eld í skólahúsnæði í Kópavogi. Eldurinn reyndist vera í gámi fyrir utan skólann. Einnig var tilkynnt um eld í fyrirtæki í hverfi 105. Slökkviliðið mætti á vettvang í bæði skiptin.
Tvær tilkynningar um innbrot bárust lögreglunni.