Föstudagur 25. október, 2024
3.2 C
Reykjavik

Veltir því fyrir sér hvort „búið sé að afnema tjáningarfrelsið innan bæjarmarka Hafnarfjarðar“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Óskar Steinn Ómarsson segir hér sögu sína af „óvönduðu ráðningarferli og mögulegum pólitískum afskiptum af starfsmannamálum Hafnarfjarðarbæjar:

Á vormánuðum sótti ég um stöðu deildarstjóra tómstundamiðstöðvar Hraunvallaskóla. Að ráðningarferli loknu hringdi Lars J. Imsland, skólastjóri, í mig og bauð mér starfið. Ég þáði það og fékk að vita að rafrænn ráðningarsamningur myndi berast mér innan tíðar. Ég ákvað að segja engum frá strax nema yfirmanni mínum í leikskólanum sem ég hringdi í til að segja starfi mínu lausu. Dagana á eftir fór ég að fá skilaboð úr ýmsum áttum, m.a. frá fólki sem ég þekki innan Hraunvallaskóla og úr stjórnsýslu Hafnarfjarðar sem vildi óska mér til hamingju með starfið.“

Rósa Guðbjartsdóttir er bæjarstjóri Hafnarfjarðar.

Óskar Steinn segir að „viku eftir að ég var ráðinn til starfsins tók meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknar í Hafnarfirði ákvörðun um að loka ungmennahúsinu Hamrinum, þar sem ég hef starfað í hlutastarfi frá haustinu 2019. Ég tjáði mig um þá ákvörðun og leyfði mér að gagnrýna meirihluta bæjarstjórnar harðlega, eins og ég trúði að mér væri frjálst að gera sem frjáls maður í frjálsu landi. Ég skrifaði m.a. grein um málið á Vísi þar sem ég fór yfir málsatvik og lá ekki á skoðunum mínum um bæjaryfirvöld og vinnubrögð þeirra í málinu.“

Viðbrögðin í kjölfar gagnrýni Óskars Steins komu honum í opna skjöldu:

Lars J. Andrésson Imsland.

„Daginn eftir að greinin birtist og þremur vikum eftir ráðningu barst mér símtal frá Lars skólastjóra. Við nánari athugun hafði komið í ljós, sagði hann mér, að ég stæðist ekki menntunarkröfur til starfsins. Falla þyrfti frá ráðningu og auglýsa starfið upp á nýtt. Ég óskaði eftir nánari rökstuðningi og í honum segir að BA gráða mín í stjórnmálafræði sé ekki nógu skyld tómstundafræði eða menntunarfræði til að hún geti talist sem „annað háskólanám sem nýtist í starfi.“

- Auglýsing -

Í rökstuðningnum er alveg skautað framhjá áralangri reynslu minni af tómstundastarfi með ungmennum og þeim fjölmörgu námskeiðum sem ég hef í farteskinu um ungmennastarf. Þar að auki virðist það engu máli skipta að í nokkrum tómstundamiðstöðvum Hafnarfjarðar starfa deildarstjórar með aðra háskólamenntun, meðal annars í stjórnmálafræði.“

Bætir þessu við:

„En látum það liggja á milli hluta hvort ég sé endilega hæfasti einstaklingur landsins í akkúrat þetta starf. Ég var allavega hæfastur þeirra sem sóttu um, enda var ég ráðinn í starfið. Og þar liggur hnífurinn í kúnni.“

- Auglýsing -
|
Valdimar Víðisson tekur við starfi bæjarstjóra Hafnarfjarðar í ársbyrjun 2025.

Óskar Steinn stendur nú „í stappi við Hafnarfjarðarbæ um það hvort sveitarfélagið geti „fallið frá ráðningu“ í starf sem búið er að ráða mig í. Á meðan dælir bærinn peningum útsvarsgreiðenda í að auglýsa starfið á samfélagsmiðlum og þurfti að framlengja umsóknarfrestinn því eitthvað virðist framboðið lítið af góðum kandídötum í starfið – einhverjum öðrum en mér allavega.“

Hann segir að endingu að nú sé hann í atvinnuleit og geti ekki annað en velt því fyrir sér hvort „búið sé að afnema tjáningarfrelsið innan bæjarmarka Hafnarfjarðar. Á myndinni sem fylgir þessari færslu er skjáskot úr Vinnustund undirritaðs þar sem sjá má að alveg frá því ég var ráðinn hef ég verið skráður inni í mannauðskerfi Hafnarfjarðarbæjar sem deildarstjóri tómstundamiðstöðvar Hraunvallaskóla.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -