Föstudagur 24. janúar, 2025
2.7 C
Reykjavik

Verbúðarmorðið á Flateyri: „Litlir þræðir liggja að þessum harmleik“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Mánudag einn í september 1978 hitti piltur stúlku á Flateyri. Með henni var vinkona hennar og fóru þau í herbergi piltsins í Regnboganum, verðbúð í þorpinu og sátu þar að sumbli. Vinkonan fór til Ísafjarðar er leið á kvöldið en pilturinn og stúlkan urðu eftir. Morguninn eftir mætti pilturinn ekki til vinnu en hélt þess í stað til hreppsstjórans. Játaði hann fyrir honum. Hann hafði kyrkt stúlkuna með bandspotta.

Stúlkan sem lést 5. september 1978 var hin 19 ára Sigurbjörg, frá Reykjavík en pilturinn var hinn tvítugi Reykvíkingur, Þórarinn en þau þekktust úr borginni.

Dagblaðið lýsti atvikinu, 6. september, 1978:

Tvítugur piltur úr Reykjavík svipti nítján ára gamla vinkonu sína lífi i verbúðarbyggingu á Flateyri í gærmorgun. Stúlkan, sem einnig er úr Reykjavík. hafði komið ásamt piltinum frá Ísafirði kvöldið áður og voru þau saman í herbergi piltsins um nóttina. Samkvæmt beiðni var pilturinn vakinn til vinnu um kl. 7 í gærmorgun. Hann kom þó ekki til vinnu sinnar í frystihúsinu. Á tíunda tímanum kom pilturinn til Guðmundar Jónssonar hreppstjóra á Flateyri og skýrði frá hvað gerzt hefði. Enginn varð var hávaða eða ólæti frá herbergi piltsins hvorki á mánudagskvöld, þriðjudagsnótt eða í gærmorgun. Ekkert benti til að átök hefðu átt sér stað í herberginu. Allt bendir til að stúlkan hafi verið kyrkt með bandspotta sem í herberginu var.

Litlir þræðir liggja að þessum harmleik. Pilturinn fékk vinnu í frystihúsi Hjálms á Flateyri á föstudaginn var, vann þar á laugardag og sunnudag en fór síðan til Ísafjarðar. Þar hitti hann hina látnu stúlku, sem hann þekkti fyrir. Var hún ásamt fleira fólki í hálfgerðu reiðileysi á Ísafirði. Hafði hún unnið í fiski á Hnífsdal en taldi sig vera brottræka þaðan. Kom hún og fleira fólk á lögreglustöðina á Ísafirði og fékk þar m.a. geymt dót sitt. Síðan kom pilturinn ásamt hinni látnu og vinkonu hennar til Flateyrar og héldu til herbergis piltsins i verbúðinni Regnboganum. Munu þau, að sögn, eitthvað hafa verið við skál á mánudagskvöldið en þó án alls hávaða eða láta. Vinstúlka hinnar látnu hélt aftur til Ísafjarðar á mánudagskvöld. Síðan veit enginn neitt fyrr en pilturinn gefur sig fram við hreppstjórann og skýrir frá gerðum sinum. Fólk sem leið átti um ganga verbúðarinnar bæði á þriðjudagsnótt og í gærmorgun varð einskis vart og grunaði engan hver harmleikur þarna hafði átt sér stað. Rannsóknarlögreglumenn ríkisins voru sendir vestur í gær og eru enn við rannsóknir. Úr þeim herbúðum var engar upplýsingar að fá í morgun.

Þann 7. september var Þórarinn úrskurðaður í 90 daga gæsluvarðhald. Einnig fór fram geðmat.

- Auglýsing -

Dagblaðið segir frá dóminum yfir Þórarni þann 6. júlí, 1979:

Þórarinn var í gær dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir að hafa orðið valdur að dauða fyrrverandi unnustu sinnar þann 5. september síðastliðinn. Atburðurinn átti sér stað í verbúðinni Regnboganum á Flateyri. Dómur þessi var kveðinn upp í undirrétti. Hann gengur sjálfkrafa til Hæstaréttar, svo sem aðrir dómar sem kveða á um lengra en fimm ára fangelsi. Sakadómararnir Ármann Kristinsson, Jón A. Ólafsson og Sverrir Einarsson kváðu upp dóminn. Auk sjö ára fangelsisins var Þórarni gert að greiða allan sakarkostnað, saksóknaralaun til ríkissjóðs að upphæð krónur 300 þúsund og 500 þúsund krónur til Arnmundar Bachmanns héraðsómslögmanns, sem skipaður var réttargæzlumaður og verjandi Þórarins.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -