Þriðjudagur 21. janúar, 2025
-2.3 C
Reykjavik

Verð á matvöru rýkur upp: „Farnar að rífa verulega í veski Íslendinga“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sögulegar verðhækkanir á matvöru eiga sér nú stað á Norðurlöndunum en hækkunin í Noregi hefur ekki verið meiri í 40 ár. Þá hefur pasta og sykur hækkað hratt hér á landi en matvara hefur hækkað um 2,1 prósent á stuttum tíma en verslunarkeðjur hafa fengið viðvörun frá ASÍ vegna hömlulausrar hækkunar. Danir hafa fjallað um verðhækkanir sem eru mest á gasi, eða um 96,2 prósent á milli ára en þar á eftir er rafmagn með 44,3 prósent hækkun. Smjör hefur hækkað um 16 prósent, pasta um 24 prósent og kaffi um 13 prósent.

„Þessar hækkanir eru líka hér og þær eru farnar að rífa verulega í veski Íslendinga. Á tveimur mánuðum hefur matvara hækkað um 2,1 prósent og umfram vísitölu neysluverðs,“ sagði Auður Alfa Ólafsdóttir, verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ í viðtali við Fréttablaðið.

„Við sjáum miklar hækkanir á matvöru þrátt fyrir að stóru matvöruverslanakeðjurnar hafi skilað góðu búi síðustu ár. Það hefur verið mikill hagnaður hjá þessum verslunum,“ sagði Auður Alfa.
Neytendur geta sloppið við sumar verðhækkanir með því að breyta kauphegðun sinni en mjólkur- og kjötvörur hafa hækkað töluvert meira en grænmeti og ávextir. Þá sé tækifæri til þess að auka grænmetisneyslu og minnka kjöt- og mjólkurvörur um leið.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -