Þriðjudagur 19. nóvember, 2024
-4.5 C
Reykjavik

Verð hótela og gistiheimila lækkað um tæp 22% á rúmu ári

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Verð á þjónustu hótela og gistiheimila hér á landi hefur farið lækkandi síðan í desember 2017. Lækkunin mælist bæði í krónum og evrum. Hún er meiri í evrum vegna veikingar krónuninnar. Þetta kemur fram í tilkynningu Hagsjár.

Sé horft á liðinn „þjónusta hótela og gistiheimila“ nemur lækkunin nú í maí um 21,9% borið saman við sama tímabil í fyrra. „Þetta er mesta verðlækkun á 12 mánaða grundvelli í evrum síðan í maí 2009,” segir í tilkynningunni. „Verðlækkunin í krónum nam 12,4%.” 

„Að undanskyldri lítils háttar verðhækkun í júní og ágúst á síðasta ári hefur verðið stefnt ákveðið niður á við. Þetta verðlækkunartímabil hófst í desember 2017 og hefur það staðið nær óslitið síðan þá.” Þá þarf að fara aftur til maí 2014 til að finna meiri verðlækkun í krónum. „Sé horft á mælinguna í evrum var þetta níundi mánuðurinn í röð þar sem verðið lækkar frá sama mánuði árið áður.”

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -