Það var frábært veður og falleg andlit full af brosi og kærleik sem einkenndu Gleðigönguna sem fram fór í dag með pompi og prakt.
Sómi að því.
Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands mætti að sjálfsögðu í Gleðigönguna, og þar var líka Guðrún Karls Helgudóttir, en hún mun taka við af Agnesi sem biskup Íslands þann fyrsta september næstkomandi. Fór vel á með þeim eins og þessi mynd sýnir glögglega.
Og Gleðigangan var meiriháttar; tónlistin var tjúttuð og tjúlluð; bros mættu brosum og knús fóru fram með hálfrar sekúndu millibili og klæddu daginn í litrík og dásamleg föt sem fólk með kærleika í hjarta og gleði í sálinni bjó til og leyfði öllum að njóta er það vildu.
Þannig á þetta að vera.
Til hamingju Íslendingar með það að velja gleðina, kærleikinn, birtuna og brosin! Innilega til hamingju!