Verðbólga hér á landi mælist nú 9,6% – hækkar úr 9,3% sem hún mældist í síðasta mánuði.
Þá hækkar vísitala neysluverðs um 0,66% frá fyrra mánuði og mælist nú 564,6 stig; vísitala án húsnæðisverðs hækkar um 0,76% milli mánaða; er nú 466,8 stig, en ársverðbólga án húsnæðisliðarins mælist 7,5%.
Þessar upplýsingar er að finna í tilkynningu frá Hagstofunni.
Og þar segir að verð á mat og drykkjarvörum hafi hækkað um 0,6% – áhrif á vísitöluna 0,10% – og flugfargjöld til útlanda hafi hækkað um 19,4% – áhrif á vísitöluna 0,34%.
Einnig að ársmeðaltal vísitölu neysluverðs árið 2022 var 545,1 stig, 8,3% hærra en meðalvísitala ársins 2021. Samsvarandi breyting var 4,4% árið 2021 og 2,8% 2020.
Líka að ársmeðaltal vísitölu neysluverðs án húsnæðis árið 2022 var 453,7 stig, 6,1% hærra en meðalvísitala ársins 2021. Samsvarandi breyting var 3,8% árið 2021 og 3,0% 2020.