Eins og kom fram inn á vef Rannsóknarseturs verslunarinnar þá opnaði Verðgáttin formlega í gær. Verðgáttin er samstarfsverkefni aðila vinnumarkaðarins og stjórnvalda með það að markmiði að auka aðhald á neytendamarkaði til að halda verðbólgu í skefjum. Verðgáttin sýnir neytendum í hvaða verslun þeirra matarkarfa er ódýrust.
Mannlíf tók saman matarkörfu með 15 algengum vörutegundundum inn á Verðgáttinni. Karfan var ódýrust hjá Bónus 9894 krónur, hjá Krónunni 9928 og dýrust hjá Nettó 9932 krónur. Munurinn var ekki teljandi, aðeins tæplega 0,4 prósent verðmunur á dýrustu og ódýrustu versluninni.
Verðgáttin gerir neytendum kleift að fylgst með þróun verðlags helstu neysluvara í stærstu matvöruverslunum landsins, Bónus, Krónunni og Nettó. Í verðgáttinni sjá neytendur vöruverð gærdagsins og verðsögu vörunnar. Verð uppfærast einu sinni á sólarhring samhliða gagnaskilum frá verslunum. Neytendur geta sett upp sína eigin matarkörfu, með því að velja þær vörur og það magn sem hentar þeirra innkaupum. Þannig geta neytendur borið saman verð sinnar matarkörfu á milli verslana.