Laugardagur 23. nóvember, 2024
-1.2 C
Reykjavik

VERÐKÖNNUN – Bónus hækkar verð á 14 vörutegundum á þremur mánuðum- Allt að 48 prósent hækkun

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fyrri verðkönnun vikunnar sýnir að Bónus hefur hækkað verð hjá sér á 14 vörutegundum á sléttum þremur mánuðum. Hækkun um allt að tæpum 48 prósent. Verð stóð í stað á sex vörutegundum og lækkaði á sjö. Miklar og óeðlilegar sveiflur eru á verði í íslenskum verslunum.

 

Mannlíf heldur áfram að kanna hvernig verð hefur breyst hjá verslunum yfir þriggja mánaða tímabil. Nú er röðin komin að Bónus en Mannlíf framkvæmdi verðkönnun í verslun þeirra í Mosfellsbæ fyrir sléttum þremur mánuðum. Verð voru einnig fengin í Bónus í Mosfellsbæ að þessu sinni. Skoðuð voru verð á 27 vörutegundum og eldri verð borin saman við þau nýju.

 

Niðurstöður

Verð hækkuðu á 14 vörutegundum af 27 á þessu þriggja mánaða tímabili.  Verðin stóðu í stað á sjö vörutegundum og lækkaði á sex. Það er ekki ánægjulegt að sjá svona margar vörutegundir hækka í verði á svona skömmum tíma. Gríðarleg sveifla er í verðlagningu íslenskra verslana, meiri en eðlilegt getur talist að því er sýnist.

- Auglýsing -

 

Hækkanir voru á bilinu 1,2 til 47,7 prósent og voru það að mestu leyti íslenskar vörur og ávextir sem hækkuðu.  (Rautt í töflu)

 

- Auglýsing -

Lækkanir voru á bilinu 0,3 til 32,9 prósent og voru það allt erlendar vörur nema ein sem lækkuðu.  (gult í töflu)

 

Verð stóð í stað á fjórum íslenskum vörum og þremur erlendum. (Blátt í töflu)

 

 

Hér að neðan má sjá töflu með öllum upplýsingum.

 

 

 

 

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -