Laugardagur 23. nóvember, 2024
-2.3 C
Reykjavik

VERÐKÖNNUN – Nettó dýrari en Fjarðarkaup – Allt að 72 prósent munur

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Verðkönnun vikunnar leiðir í ljós að Nettó, sem flokkar sig með lágvöruverðsverslunum, var oftast með hæstu verðin í samanburði við verð Fjarðarkaupa sem ekki flokkar sig sem slíka verslun. Mestur var verðmunurinn á erlendri rauðri papriku en hann var tæplega 72 prósent, hærri  hjá Nettó.

Í verðkönnun vikunnar skoðaði Mannlíf verð á 69 vörutegudum hjá Nettó og Fjarðarkaupum. Nettó hefur gefið sig út fyrir það að vera lágvöruverðsverslun en það hefur Fjarðarkaup ekki gert. Verð voru fengin í verslun Nettó í Mosfellsbæ og í verslun Fjarðarkaupa í Hafnarfirði.

Niðurstöður

36 vörutegundir af 69 voru á lægra verði í Fjarðarkaupum, 30 vörutegundir voru á lægra verði í Nettó og sama verð var á þremur vörutegundum. Nettó var með sjö vörur á 20 til 40 prósent hærra verði en Fjarðarkaup en Fjarðarkaup einungis með tvær vörur á 20 til 40 prósent hærra verði en Nettó.

Skipting þeirra 30 vörutegunda sem voru á hærra verði í Fjarðarkaup er svona :

1 – 10 prósent: 19 vörutegundir

- Auglýsing -

10 – 20 prósent: 9 vörutegundir

20 – 30 prósent: 1 vörutegund

30 – 40 prósent: 1 vörutegund

- Auglýsing -

 

Skipting þeirra 36 vörutegunda sem voru á hærra verði í Nettó er svona:

  • 10 prósent: 21 vörutegund

10 – 20 prósent: 8 vörutegundir

20 – 30 prósent: 2 vörutegundir

30 – 40 prósent: 5 vörutegund

 

Mestu munaði á þessum vörum, hærra verð hjá Nettó:

Tæplega 72 prósent munaði á kílóverði erlendrar rauðrar papriku, hærra verð hjá Nettó.

Rúmlega 38 prósent munur á niðursoðinni kókosmjólk, hærra verð hjá Nettó.

34 prósent munaði á Haust hafrakexi, hærra verð hjá Nettó.

Rúmlega 33 prósent munaði á Krakkalýsi í töfluformi, hærra verð hjá Nettó.

31 prósent munur á Hamingjueggjum, hærra verð hjá Nettó.

Rúmlega 25 prósent munur á 500 gr pakka af Special K, hærra verð hjá Nettó.

Rúmlega 23 prósent munur á 1 kg af hreinu skyri frá Ísey, hærra verð hjá Nettó

 

Mestu munaði á þessum vörum, hærra verð hjá Fjarðarkaup:

Tæplega 32 prósent munur á Santa maria salsa dip, hærra verð hjá Fjarðarkaupum.

Rúmlega 28 prósent munur á kílóverði erlends spergilkáls, hærra hjá Fjarðarkaupum.

 

Á heildina litið er Nettó með hærra verðlag en Fjarðarkaup sem gæti talist undarlegt á þeim forsendum að Nettó gefur sig út fyrir það að vera lágvöruverðsverslun en er með hæsta hlutfall þeirra vörutegunda sem mestu munar á í verði.

Tafla með öllum upplýsingum er hér að neðan:

 

 

 

 

 

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -