Verðkönnun Mannlífs á skoðun ökutækja leiddi í ljós að Frumherji var í öllum tilfellum með hæsta verðið. Betri skoðun og Tékkland áttu lægstu verðin. Hægt er að spara sér 19 til 34 prósent með því að fara þangað sem lægsta verðið er í boði, án tillits til afslátta sem eru í boði.
Í verðkönnuninni að þessu sinni skoðaði Mannlíf verð á ökutækjaskoðun hjá þeim fjórum aðilum sem bjóða upp á slíka þjónustu. Verð voru fengin á heimasíðum fyrirtækjanna og hringt í alla aðila þar að auki til þess að kanna afslætti sem í boði eru hjá þeim.
Niðurstöður
Skoðaðir voru sex flokkar og verða niðurstöður úr hverjum flokki kynntar hér að neðan:
Fólks – og sendibifreiðar : Lægsta verð Betri skoðun. Hæsta verð hjá Frumherja. Munur 20 prósent.
Stærri bifreið: Lægsta verð Betri skoðun. Hæsta verð hjá Frumherja. Munur 28 prósent.
Bifhjól: Lægsta verð Tékkland og Betri skoðun. Hæsta verð hjá Frumherja. Munur 26 prósent.
Létt bifhjól: Lægsta verð Tékkland. Hæsta verð hjá Frumherja. Munur 34 prósent.
Ferða- og eftirvagn upp að 750kg: Lægsta verð Tékkland. Hæsta verð hjá Frumherja. Munur 28 prósent.
Ferða og eftirvagn 751kg+: Lægsta verð Betri skoðun (munar þó einungis fimm krónum á Betri skoðun og Tékklandi). Hæsta verð Frumherji. Munur 19 prósent.
Afslættir
Talsvert getur munað um afslætti sem fást fyrir vissa hópa, hér má sjá helstu afslætti sem í boði eru hjá þeim fyrirtækjum sem bjóða upp á skoðun á ökutækjum.
Tékkland: Allir sem skrá sig á póstlista þeirra fá 15 prósent afslátt. Öryrkjar, eldri borgarar og félagsmenn FÍB fá 15 prósent afslátt. Háskólanemar fá 25 prósent afslátt.
Aðalskoðun: Öryrkjar og eldri borgarar fá 15 prósent afslátt. Félagsmenn FÍB fá 20 prósent afslátt. Háskólanemar fá 20 prósent afslátt.
Frumherji: Öryrkjar, eldri borgarar, háskólanemar, Ferðafélagið 4X4 og félagsmenn FÍB fá 20 prósent afslátt.
Betri skoðun: Öryrkjar, eldri borgarar og félagsmenn FÍB fá 10 prósent afslátt.
Hér að neðan er tafla með öllum upplýsingum.