Miðvikudagur 20. nóvember, 2024
-5.1 C
Reykjavik

VERÐKÖNNUN – Vaxmeðferðir fyrir sumarið – Allt að 96 prósent munur

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Mannlíf athugaði að þessu sinni verð á vaxmeðferðum fyrir sumarið. Skoðaðar voru 23 snyrtistofur sem bjóða upp á vaxmeðferðir. Farið var eftir uppgefnu verði samkvæmt verðskrám inni á Noona tímabókunarkerfinu. Sumar stofur bjóða ekki upp á brasilískt vax og önnur verð fundust ekki í verðskrá, þar sem við á er því sett X í verðtöfluna. Tekið skal fram að verðin geta breyst ef valdar eru fleiri en ein meðferð í einu, lækkar verðið.

 

Niðurstöður

Snyrtistofan Gyðjan reyndist vera með hæsta verð í tveim tilfellum af þremur. Guinot MC snyrtistofan var með hæsta verðið í einu tilfelli af þremur. Riverside snyrting og spa á Selfossi reyndist með lægstu verðin í öllum tilfellum. Tekin var aukalega lægsta stofa á höfuðborgarsvæðinu til þess að gæta sanngirni. Bonita Snyrtistofa var með lægsta verð á vaxi undir höndum, Dekurstofan var með lægsta verð á vaxi upp að hnjám og nára og fimm stofur voru með lægsta verðið fyrir brasilíska vaxmeðferð, Kosmetik, Fegurð, Bella, Stofan og Salon Ritz taka allar 6900 krónur fyrir meðferðina.

 

 Vax undir höndum

- Auglýsing -

Munur á hæsta verði og lægsta verði reyndist  96 prósent hærra hjá Gyðjunni en hjá  Riverside. Munurinn á milli Gyðjunar og Bonitu snyrtistofu reyndist 64 prósent, hærra hjá Gyðjunni.

Vax upp að hnjám og nári

Munur á hæsta og lægsta verði reyndist 70 prósent hærra hjá Guinot MC snyrtistofunni en hjá Riverside. Munurinn á milli Guinot MC og Dekurstofunnar reyndist 68 prósent.

- Auglýsing -

Brasilískt vax

Munur á hæsta og lægsta verði reyndist 65 prósent, hærra hjá Gyðjunni en hjá Riverside. Munurinn á Gyðjunni og stofunum fimm (sjá hér að ofan og í töflu hér að neðan) sem reyndust með sama verðið, var 58 prósent.

Ljóst er að það borgar sig að gera verðsamanburð á meðferðum áður en pantaður er tími fyrir sumarið. Munurinn á verðinu er frá 58 – 96 prósent sem verður að teljast umtalsverður.

 

Hér að neðan má sjá töflu með öllum upplýsingum

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -