Þriðjudagur 19. nóvember, 2024
-3.4 C
Reykjavik

Þú getur sparað 64 þúsund á ári – VERÐKÖNNUN – 233 prósenta verðmunur á smurþjónustu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Munur á dýrustu og ódýrustu smurþjónustunni er 233 prósent. Það leiddi verðkönnun vikunnar í ljós. Neytandinn getur sparað sér allt að 50 þúsund á ári, sé skipt við  ódýrustu þjónustuna að því gefnu að bifreiðin þarfnist smurningar þrisvar á ári. Þurfi hún að fara fjórum sinnum á ári er sparnaðurinn rúm 64 þúsund.

Að þessu sinni kannaði Mannlíf verð á smurþjónustu. Hringt var í 15 fyrirtæki sem bjóða slíka þjónustu. Ákveðnar forsendur voru gefnar til þess að komast sem næst réttu verði. Forsendurnar voru þessar: Toyota Corolla árgerðir 2004 til 2010, 1000 CC, 3 lítrar af olíu (10/40), bara skipt um olíusíu, farið yfir gírkassa, drif og þetta hefðbundna sem er athugað með þeagr bíll fer í smurningu. Það gátu ekki allir aðilar gefið verðið upp nákvæmlega, sumir gáfu upp verðbil. Það er skiljanlegt að ekki sé hægt að svara upp á punkt og prik þegar um svona þjónustu er að ræða, margt spilar inn í. Þó gaf dýrasti staðurinn fasta tölu en ekki verðbil og sömuleiðis sá ódýrasti. Það ætti því ekki að koma að sök við samanburð hæsta og lægsta verðs.

Mannlíf leitaði til gæðastjóra

Það sem vert er þó alltaf að hafa í huga er það að ekki nota allir aðilar sömu olíu, né sömu olíusíurnar og þess háttar. Það gæti verið gæðamunur sem vert er að skoða samhliða verðinu áður en pantaður er tími í smurningu. Mannlíf ræddi við Ólaf Björn Jónsson gæðastjóra hjá Heklu. Hann sagði að það skipti höfuðmáli að góð olía og góðar síur væru notaðar þegar hugað væri að þessum málum. Ólafur nefndi sem dæmi að bifreiðar frá þeim (Heklu) þyrfti ekki að smyrja nema um það bil einu sinni á ári, eða eftir 15.000 kílómetra. Sem dæmi má nefna að hjá Toyota er mælt með að smyrja á 8.000 kílómetra fresti. Ólafur benti ennfremur á að því betri olía sem væri notuð því betra fyrir umhverfið. Minni úrgangsolía kemur auðvitað frá bíl sem þarf að smyrja með lengra millibili og því minni olíu þarf að farga.

Niðurstöður verðkönnunar vikunnar

Vélrás var með hæsta verðið 23.000 krónur en Tæknibílar Technik það lægsta 6.900 krónur. Munurinn er gríðarlegur eða 233 prósent. Ef vél bílsins þarfnast smurningar þrisvar á ári og ódýrasta þjónustan valin, er hægt að spara tæpar 50 þúsund. Ef smyrja þarf vélina fjórum sinnum á ári sparar neytandinn um 64 þúsund krónur. Flesta eldri bíla þarf sem dæmi að smyrja á 5000 KM fresti, svo þetta er ansi fljótt að koma.

- Auglýsing -

Afslættir

Mjög misjafnt var hvort eða hvernig afslættir væru í boði. Sjö af 15 fyrirtækjum eru með afslátt í gegnum FÍB meðlimakort. Sömuleiðis voru sjö sem veittu eldri borgurum og öryrkjum afslátt. Tvær stöðvar veita afslátt í gegnum Orkulykilinn. Enn önnur verkstæði sögðust halda verðinu niðri fyrir alla í stað þess að gefa afslátt.

Leiðrétting

- Auglýsing -

BJB púst hafði samband við Mannlíf, en svo virðist sem ekki hafi verið gefið upp rétt verð þegar hringt var í fyrirtækið þann 18.mars síðastliðinn. Engu að síður er þetta ekki rétt verð ef marka má orð fyrirtækisins. Rétt skal vera rétt og er verðið hjá þeim 13.551 krónur.

 

 

NafnVerð
Smurstöðin Klöpp13.900
N112.789
Skeljungur Skógarhlíð11.325
Titancar7.900 – 9.900
Tæknibílar Technik6.900
Klettur12.000-15.000
Smurstöðin Garðabæ11.325
Smur 5415.000-16.000
Pústþjónusta BJB13.551
Smur og viðgerðarþjónustan12.000-16.000
Kvikkfix11.700
Motul smurþjónustan15.000
Nesdekk15.000
Smurstöðin Laugavegi15.789
Vélrás23.000

 

Ertu búin/n að sjá síðustu verðkönnun vikunnar ?

Ef ekki þá er hún HÉR

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -