Föstudagur 22. nóvember, 2024
-2.4 C
Reykjavik

Verðlaunuð fyrir bestu mynd í flokki dag­legs lífs og fyrir tíma­rita­mynd árs­ins

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Tveir ljós­mynd­ar­ar Birtíngs voru verðlaunaðir um helgina á árlegri sýningu íslenskra blaðaljósmyndara. Það eru þau Al­dís Páls­dóttir og Hall­ur Karls­son.

Árleg sýn­ing ís­lenskra blaðaljós­mynd­ara var opnuð á laugardaginn í Smáralind og samhliða voru ljós­mynd­ur­um veitt verðlaun fyr­ir bestu mynd­ir árs­ins 2018. Veitt voru verðlaun í sjö flokk­um auk bestu mynd­ar árs­ins.

Mynd árs­ins 2018 tók Heiða Helga­dótt­ir, ljós­mynd­ari Stund­ar­inn­ar, og er það mynd af Adrí­an Valentín, ein­hverf­um dreng sem sit­ur í strætó og fylg­ist með um­hverf­inu. Mynd­in er hluti af myndaseríu sem val­in var myndasería árs­ins og fjall­ar um tví­bura­bræðurna Adam Ei­líf og Adrí­an Valentín sem eru nýorðnir ell­efu ára.

Aðrir ljós­mynd­ar­ar sem voru verðlaunaðir voru Har­ald­ur Jónas­son sem átti bestu mynd í frétta­flokki, Heiða Helga­dótt­ir sem átti myndaröð árs­ins og portrait árs­ins, Sig­trygg­ur Ari Jó­hanns­son sem átti bestu íþrótta­mynd árs­ins og Eyþór Árna­son sem tók bestu um­hverf­is­mynd árs­ins.

Tveir ljósmyndarar Birtíngs voru þá verðlaunaðir, þau Al­dís Páls­dótt­ir sem fangaði bestu mynd í flokki dag­legs lífs og Hall­ur Karls­son sem tók tíma­rita­mynd árs­ins 2018, sú mynd er af rapparanum Herra Hnetusmjöri, sem birtist í Mannlífi í ágúst.

Mynd Halls birtist í Mannlífi í ágúst.

Sjö dóm­ar­ar völdu 106 mynd­ir á sýn­ing­una í ár úr 840 inn­send­um mynd­um ís­lenskra blaðaljós­mynd­ara. Sýn­ing­in stend­ur til 4. apríl í Smáralind.

Mynd af Aldísi og Halli / Ragnhildur Aðalsteinsdóttir

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -